Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Elísabet skiptir ekta loðfeld út fyrir gerviloð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Englandsdrottning kýs núna loðfeld úr gerviefnum fram yfir ekta loðfeld.

 

Í nýrri ævisögu Angelu Kelly, aðstoðarkonu Elísabetar Englandsdrottningar, kemur ýmisleg áhugavert í ljós. Angela, sem hefur séð um klæðnað drottningarinnar í áratugi, segir til að mynda frá því í bókinni að frá og með árinu 2019 hafi drottningin sagt skilið við ekta loðfeld.

Elísabet hefur alltaf verið hrifin af loðflíkum. Mynd / EPA

Í bókinni, sem ber heitið The Other Side of the CoinThe Queenthe Dresser and the Wardrobe, kemur fram að drottningin hafi lengi verið hrifin af flíkum úr loðfeld en hafi nú tekið ákvörðun um að skipta ekta loðfeld út fyrir gerviloðfeld. Þetta kemur fram í frétt Telegraph.

Í bókinni greinir Angela þá frá því að klæðskeri hafi til að mynda nýlega breytt kápu sem Elísabet hefur notað reglulega í gegnum tíðina og þannig skipt loðskrauti út fyrir gerviloð.

Þess má geta að talsmaður Buckingham-hallar hefur staðfest þetta en tók þó fram að Elísabet muni áfram nota þann loðfeld sem hún átti fyrir. Hann staðfestir að Elísabet ætli ekki að versla nýjar flíkur með ekta loðfeld og sömuleiðis mun hún láta gera breytingar á flíkum þegar það er möguleiki.

Sjá einnig: Vinsældir loðfelds fara sífellt minnkandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -