Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Ellen lýsir hryllingnum ef Elísabet og Sigríður fengju að ráða: „Ég mun fylgja fyrirmælum Þórólfs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mikið er ég fegin og við hér á Íslandi heppin að það skuli ekki vera margir þenkjandi eins og þessi kona og vinir hennar. Mótmælin á Austurvelli í gær voru dapurleg en sem betur fer fámenn þó þau hafi farið yfir samkomumörk sem eru 10 manns og brotið þar með lög. Vonandi sleppa þau við að fá covid 19 því ef ekki eru þau orðin sek um alvarlegt brot gagnvart þeim sem þau koma til með að smita og bera ábyrgð á þeim mannslífum.“

Þetta skrifar söngkonan Ellen Kristjánsdóttir á Facebook og vísar í frétt um mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem neitar að fara eftir sóttvarnarráðstöfunum. Ellen segir að bróðir hennar búi þar sem fólk eins og Elísabet og aðrir „efasemdarmenn“ ráða ríkjum. Ástandið þar sem einfaldlega skelfilegt.

„Bróðir minn býr í bæ í Colorado þar sem búa um 200.000 manns. Þar er útbreiðslan af covid 19 óheft í boði Trumps. 300-500 manns greinast á hverjum degi og um 5-10 manns deyja á hverjum degi þar,“ segir Ellen og heldur áfram:

„Það yrði líklegast eins hér ef fólk eins og Elísabet, Sigríður Andersen og vinir fengju að ráða. Ég þakka fyrir hversu öflugt fólk við erum með hér á Íslandi sem passar uppá okkur og vildi óska þess að það væri þannig allstaðar. Ég mun fylgja fyrirmælum Þórólfs áfram og hvet alla til þess. Bóluefnið býður okkar á nýju ári og fyrr en varir munum við losna við þessa óhuggulegu veiru sem hefur þó heldur betur sýnt okkur og kennt að við getum staðið saman þegar á reynir og það hefur svo sannarlega gert það.“

Hún segist þó sjá björtu hliðarnar við COVID. „Covid 19 hefur valdið mikilli sorg vegna þeirra sem hafa fallið frá, orðið alvarlega veikir og eins og alheimur veit grafið undan mörgu á skelfilegan hátt en ég hef þá trú að hún muni líka breyta heiminum til góðs og við getum gert heiminn að betri stað fyrir þau sem taka við. Það verður að vera þannig. Við verðum að læra af þessu og nota þá visku í framtíðinni. Ég sendi öllum samúðarkveðju sem hafa misst ástvini og eiga um sárt að binda,“ segir Ellen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -