Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu á Facebook og birtir nokkrar myndir. Rennsli í ám á vatnasviði Elliðaáa hafi farið vaxandi fyrir helgi og miklar leysingar í gangi.
Ofar eru Hólmsá og Bugða einnig í miklum vexti og sýnir vatnamælir Veðurstofunnar að rennslið í Hólmsá hafi þrefaldast frá því í gærmorgun.
Í færslunni segir að flóðið við Norðlingaholt megi að hluta til skrifa á inngrip manna, því göngu- og hestabrú syðst við Norðlingaholt þrengi verulega að Bugðu. Flóðið sé ofan við brúna og náði í hádeginu nærri því í brúargólfið.