ORÐRÓMUR Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, fer sjaldnast ótroðnar slóðir. Hann hefur líkt og margir aðrir áhyggjur af lögregluofbeldi sem er um það bil að setja heimsbyggðina á hliðina.
Aftur á móti telur bæjarstjórinn að á Íslandi sé vandinn sá að almenningur beiti lögreglu harðræði. Þetta skrifaði hann á Facebook: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings.
Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. # gerumbetur .“ Með færslunni fylgir mynd af bróður Elliða, Svavari Vignissyni lögreglumanni …
Mynd / Hákon Davíð Björnsson