Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Eltihrellir Helga Seljan fékk 130 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Óttar Ólafsson, rannsakandi á vegum Samherja, hefur fengið rúmar 130 milljónir króna. Þetta kom fram fyrir dómi í dag þegar skaðabótamál Samherja á Seðlabanka Íslands var tekið fyrir.

Jón Óttar hefur viðurkennt að hafa á þeim tíma sem hann þáði peninga frá Samherja áreitt Helga Seljan sjónvarpsmann sem stjórnendur Samherja hafa lýst sem höfuðóvini sínum vegna meintra lyga um fyrirtækið. Jón Óttar sat fyrir sjónvarpsmanninum og sendi honum smáskilaboð úr leyninúmeri. Ekki hefur komið fram hvort rannsakandinn áreitti Helga með vitund eða vilja vinnuveitenda sinna. En hann iðrðaðist sárlega í orði og baðst afsökunar þegar flett var ofan af honum sem eltihrelli.

Uppistaða í kröfum Samherja á Seðlabankann er upphæðin sem Jón Óttar fékk fyrir að „rannsaka“ Helga Seljan og leita gagna til að sýna fram á sakleysi Samherjamanna. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lýst þvi í samhengi við mútumálið í Namibíu að fyrirtækið hafi verið óheppið með starfsfólk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -