Lögregla hafði afskipti af ökumanni bifreiðar í Hafnarfirði um klukkan hálf níu í gærkvöld. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur jók hraðann sem varð til þess að hann missti stjórn á bílnum þegar hann ók yfir hraðahindrun. Bíllinn endaði inn í húsgarði þar sem lögregla handtók manninn en er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Nokkrir einstaklingar veittust að manni á matsölustað í miðbæ Reykjavíkur í nótt og kýldu manninn ítrekað. Maðurinn var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans en er talið líklegt að hann hafi nefbrotnað við árásina.