Lögregla handtók fjóra menn í nótt sem grunaðir eru um líkamsárás. Mennirnir voru í bifreið sem lögregla stöðvaði og er ökumaður einng grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá sinnti hann ekki fyrirmælum lögreglu og var vistaður í fangaklefa ásamt farþegunum. Árásarþoli var fluttur á spítala þar sem hann fékk aðhlynningu.
Þjófur í Seljahverfi var stöðvaður er hann ætlaði að ganga út úr verslun með vörur að verðmæti nítján þúsund króna.
Ekið var á gangandi vegfarandi í miðborg Reykjavíkur. Vegfarandinn var illt í olnboga auk áverka á enni og var fluttur á spítala til aðhlynningar.
Þá var tilkynnt um eld í Kópavogi en hafði hann komið upp í vélarrými í strætó. Um minniháttar eld var að ræða og hafði vegfaranda tekist að slökkva eldinn en strætó var dreginn af vettvangi.