Tónlistarmaðurinn Böðvar Reynisson, oftast kallaður Böddi Reynis og kenndur við hljómsveitina Dalton, er því gífurlega þakklátur að Elvis er á lífi. Hann skilaði sér loksins heim þreyttur og grannur en í góðu standi.
Margir urðu miður sín við brottför Elvisar, enda ekki við öðru að búast. Hver elskar ekki Elvis? En Elvis kom heim á endanum, ekki til Graceland heldur í Samtúnið. Þess má geta að Elvis er heimilisköttur Böðvar og fjölskyldu.
Elvis kom ekki heim til sín í febrúar og eigandinn Böddi auglýsti yfir Elvis sínum með öllum tilbækum ráðum sem ekki báru árangur fyrr en 17 dögum seinna þegar Sunneva Tómasdóttir hringdi og sagði Elvis vera hjá sér.
En Elvis hafði augljóslega lent í ævintýrum á þessu tímabili og sagan flækist. Köttur Sunnevu Tómasdóttur, Simbi, hafði einnig týnst í febrúar og þrátt fyrir mikla leit ekki fundist. Á endanum fékk Sunneva símtal frá hjónum í Kópavoginum sem höfðu tekið inn kött sem snerist villtur í hringi, lesið á hálsólina, hringt í upplýsingarnar sem þar voru gefnar, þ.e. númer Sunnevu og upplýst hana að Simbi væri fundinn. Og þá kemur að snúningnum í sögunni.
Dulafullt mál
Sunneva rýkur að sjálfsögðu af stað að ná í kisu sína en sér strax að hér er alls ekki um Simba að ræða þótt vissulega sé hálsólin hans. Hún gerir það sem eðlilegt má teljast og leitar til Fésbókarinnar, finnur auglýsinguna eftir Elvis og hringir í Bödda. Enginn skýring er á hvers vegna Elvis, sem þótt ótrúlegt megi virðast, týndist sama dag og Simbi, fannst með hálsól Sima í Hamraborginni.
Auðvitað varð Böddi himinlifandi við að fá Elvis en eftir sitja margar spurningar. Hver skipti um hálsólar á Elvis og Simba? Hvað gekk viðkomandi til? Er um lélegan húmor að ræða? Allavega má benda viðkomandi á að slíkt athæfi er hvorki skondið né skemmtilegt.
Sem betur fer rataði Elvis heim á endanum, grannur, ólarlaus skítugur og hræddur.
Hér má sjá upplýsingar þá sem sem hafa áhuga á hvort og þá hvar fólk telur hinn Elvis vera.