Evrópumótinu í knattspyrnu hefur verið frestað til næsta árs. Þetta var ákveðið á fundi UEFA með aðildarsamböndum rétt í þessu.
Á fundinum er verið að ræða framhaldið í evrópskri knattspyrnu en leik í öllum deildum hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar.
Til stóð að Ísland mætti Rúmeníu 26. mars á Laugardalsvelli í umspili um laust sæti á EM í sumar. Útlit er fyrir að þeim leik verði frestað en í gær fóru Rúmenar fram á frestun leiksins. Þá liggur nú fyrir að nægur tími er til stefnu.
EM átti að fara fram í tólf borgum víðsvegar um Evrópu daganna 12. júní til 12. júlí í sumar