Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Emil Pálsson fór í hjartastopp í knattspyrnuleik í Noregi: Var endurlífgaður og er í rannsóknum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski knattspyrnumaðurinn Emil Páls­son, leikmaður Sögn­dal í Nor­egi, hneig niður í leik gegn Stjör­dals Blink í B-deild­inni norsku í knatt­spyrnu á Foss­hauga­ne-vell­in­um í Sögn­dal.

Emil fór í hjartastopp; at­vikið átti sér stað á þrettándu mín­útu leiksins og var leik­ur­inn sam­stund­is flautaður af. Eðlilega var öllum brugðið sem á svæðinu voru, og leik­mönn­um beggja liða var vísað í átt að bún­ings­her­bergj­um í stöðunni 1:0, Sögn­dal í vil.

Sam­kvæmt frétt Af­ten­posten hneig Emil niður með þeim af­leiðing­um að lækn­ar og sjúkraþjálf­ar­ar beggja liða þurftu að beita þurfti skyndi­hjálp á vell­in­um. Emil var endurlífgaður og var með meðvit­und þegar hann var flutt­ur með sjúkra­bíl á nær­liggj­andi sjúkra­hús þar sem hann mun gangast undir frekari rannsóknir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -