Íslenski knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson, leikmaður Sögndal í Noregi, hneig niður í leik gegn Stjördals Blink í B-deildinni norsku í knattspyrnu á Fosshaugane-vellinum í Sögndal.
Emil fór í hjartastopp; atvikið átti sér stað á þrettándu mínútu leiksins og var leikurinn samstundis flautaður af. Eðlilega var öllum brugðið sem á svæðinu voru, og leikmönnum beggja liða var vísað í átt að búningsherbergjum í stöðunni 1:0, Sögndal í vil.
Samkvæmt frétt Aftenposten hneig Emil niður með þeim afleiðingum að læknar og sjúkraþjálfarar beggja liða þurftu að beita þurfti skyndihjálp á vellinum. Emil var endurlífgaður og var með meðvitund þegar hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús þar sem hann mun gangast undir frekari rannsóknir.