Rapparinn Eminem – Marshall Bruce Mathers III – fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Óhætt er að segja að Eminem sé ein allra vinsælasti rappari sögunnar; hann kom sér úr fátækrahverfinu í Detroit og alla leið á toppinn á vinsældarlistum með plötunni Infinite sem leit dagsins ljós árið 1996. Eftir það hafa smellirnir verið margir og miklir; segja má að hann og hljómsveitin Beastie Boys hafi sýnt að hvítir gaurar geta líka rappað með stæl.
Eminem er margt til lista lagt; hann er frábær upptökustjóri og vel liðtækur leikari.
Kappinn er ein af söluhæstu tónlistarmönnum sögunnar; áætlað er að Eminem hafi selt yfir 220 milljónir eintaka af plötum sínum – sem er álíka mikið og The Rolling Stones hafa selt á sínum 60 árum í bransanum.
Magnað afrek.
Eminem er maður með skoðanir og alveg óhræddur við að tjá sig um þær í textum sínum; morð, fíkn og nauðganir hafa verið á meðal yrkisefna hans. Hann er samfélagslega þenkjandi og gagnrýninn maður sem hefur margt að segja og kann í raun ekki að þegja; sem betur fer.
Eminem hefur haft mikil áhrif í gegnum tíðina og það er hlustað þegar hann talar eða rappar – það er mark tekið á honum, og verður áfram.
Ljúkum þessu á stuttu textabroti afmælisbarnsins úr laginu Without Me, og segjum líka – Til hamingju!
I’ve created a monster
‘Cause nobody wants to see Marshall no more They want Shady, I’m chopped liver Well, if you want Shady, this is what I’ll give ya A little bit of weed mixed with some hard liquor …