Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Emma rekin úr landi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til stendur að brottvísa fjölskyldu á flótta til Venesúela á fimmtudaginn komandi. Emma Alessandra Reyes Portillo, þriggja ára dóttir foreldranna, glímir við mjaðmalos og er á biðlista fyrir skurðaðgerð í febrúar. Fjölskyldan sótti um vernd á Íslandi í júlí 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NO Border Iceland.

Um er að ræða þriggja manna fjölskyldu. Eleomar Alexander Reyes Perez, Angelyn (fæddur 1996), Katiuska Portillo Perez (fædd 1994) og Emma Alessandra Reyes Portillo (fædd 7. mars 2021).
Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa en þeirri beiðni hefur verið vísað frá.

Öryrkjabandalag Íslands hefur bent á skyldur stjórnvalda til að tryggja sérstök réttindi
barna og fatlaðra barna og lagaskyldur. Segir að lögð sé sú skylda á aðildarríki að veita þjónustu til að koma í veg fyrir frekari fötlun. Bent er á að hætta sé á að Emma  verði alvarlega fötluð fái hún ekki viðeigandi eftirfylgni. Ekki er tekið tillit til þessara
atriða í úrskurðum um brottvísun fjölskyldunnar.
Þá segir í yfirlýsingunni að skurðaðgerðunum sé alls ekki lokið þar sen aðra aðgerð þarf til að fjarlægja plötu úr Emmu. Sú ðgerð er sögð afar flókin og sérhæfð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -