Fjölskylda Emmsjé Gauta mun stækka í sumar.
Rapparinn Emmsjé Gauti og kærasta hans, Jovana Schally, eiga von á barni saman en fyrir eiga þau sitthvora dótturina úr fyrri samböndum.
Emmsjé Gauti greinir frá barnaláninu á Instagram fyrr í kvöld. Þar skrifar hann: „Það verður fullur bíll og jafnara kynjahlutfall þegar þessi litli boy mætir í sumar,“ og lætur lítið hjarta fylgja með og auðvitað mynd af fjölskyldunni sem stækkar í sumar.
Hamingjuóskum hefur ringt yfir parið á Instagram síðan myndin var sett inn.
Þess má geta að Emmsjé Gauti og Jovana hafa verið par frá því um sumarið 2017.
View this post on Instagram
Það verður fullur bíll og jafnara kynjahlutfall þegar þessi litli boy mætir í sumar ❤️