Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason fylgist vel með knattspyrnu og er ekki hrifinn af öllu er viðkemur þróun íþróttarinnar og þetta sagði hann í gær undanúrslitaleik á EM:
„Þessi handalögmál ýtingar og tog í fótboltanum er óþolandi. Alltof mikið leyft.“ Egill vill bara ekki handalögmál og hefðbundin læti; sem er skiljanlegt – enda dregur ofbeldi úr fegurð lífsins.
Egill birtir þessa flottu ljósmynd á síðu sinni.
Segir skemmtilega örsögu:
„Maður notaði oftast peysur sem mörk. Einu sinni smíðuðum við stákarnir á Landakotstúninu mörk og settum í þau net. Kallar á nálægu byggingasvæði tóku þau niður af því þeir héldu að við hefðum stolið timbrinu frá þeim. En það var óréttlæti – við tókum það ófrjálsri hendi á öðru byggingasvæði.“