Laust fyrir klukkan 23 í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hjólaslyss í hverfi 108. Maður hafði dottið af hjóli sínu eftir að köttur hljóp í veg fyrir hann. Í dagbók lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að maðurinn hafi verið ringlaður eftir óhappið. Hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðamóttöku.
Lögregla hafði þá afskipti af nokkrum ökumönnum víða um borgina vegna ýmist gruns um akstur undir áhrifum eða hraðaksturs. Þrír voru sviptir ökuréttingum.