Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs bindur vonir sínar við að lok heimsfaraldursins séu ekki langt undan en það sé vegna deifingu Ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar.
Greindi hann frá þessu í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Runólfur sem er yfirmaður Covid-göngudeildar segir upplýsingar vegna þróun faraldursins erlendis frá uppörvandi.
„Maður er að vonast til þess að svo sé. Mér finnst við hins vegar ekki hafa alveg nægilega skýra mynd af alvarleika veikinda ennþá, allavega ekki hér á landi. Þær upplýsingar sem við höfum að utan eru þó uppörvandi“.
Af þeim átta sem voru á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar í gær voru sjö óbólusettir. Þá séu stærstu áskoranir spítalans nú gjörgæslan og Covid-göngudeild en sinnir hún þeim einstaklingum sem gætu mögulega þurft á innlögn að halda.
Sagði Runólfur það skipta miklu máli hvaða hópar fólks smituðust en eru nú flest smit hjá fólki á aldrinum 18-29 ára.