Haft var uppi á mæðginunum til að endurgera gömlu myndirnar.
Hagkaup fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess voru nokkrar skemmtilegar myndir birtar á Facebook-síðu Hagkaupa. Um gamlar myndir af mæðginum í verslun Hagkaupa er að ræða annars vegar, hins vegar eru myndir af sömu mæðginum af versla, allnokkrum árum síðar.
Í færslu Hagkaupa segir:“ Í ár fögnum við 60 ára afmæli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við hófum starfsemi okkar í fjósi í Hlíðunum. Við fundum fyrir algjöra tilviljun þessar skemmtilegu myndir og ákváðum að hafa uppi á móður og barni. Þau voru svo yndisleg að vilja endurtaka leikinn með okkur, á sama stað, í sömu verslun… en þó nokkuð mörgum árum síðar.“
Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.