Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Endurunnin og umhverfisvæn 90‘s-tíska

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski hönnuðurinn Tommy Hilfiger sýndi nýja línu á tískuvikunni í London um síðustu helgi. Að vanda voru 90’s-áhrifin augljós.

 

Hversdagsleg föt með skírskotun í tíunda áratuginn og hip hop-menningu voru áberandi á tískupalli Hilfiger um helgina eins og við var að búast. Hilfiger hefur sagt að áður fyrr hafi stóru tískuhúsin litið niður á hann fyrir að sýna „götuklæðnað“ á tískupöllunum á tískuvikum en núna séu margir farnir að feta í hans fótspor.

Leisertækni í stað skaðlegra efna

Hilfiger sagði nýlega í viðtali við breska miðilinn Independent að umhverfisvernd væri honum hugleikin og að teymið hjá Tommy Hilfiger hefði tileinkað sér umhverfisvænni aðferðir við hönnun og framleiðslu.

Endurunnið gallaefni spilar til dæmis stórt hlutverk í þessari nýju línu. Gallaefnið er svo unnið með leisertækni í stað skaðlegra litar- og bleikiefna og mikils magns vatns. Hilfiger segir umbúðir þeirra líka vera umhverfisvænni en áður þar sem notast er við endurunnin efni að einhverju leyti.

90’s-áhrif eru einkennandi fyrir hönnun Tommy Hilfiger. Mynd  / EPA
Fyrirsætan Winnie Harlow á sýningu Tommy Hilfiger.
Þessi gallakjóll er hluti af nýjustu haust- og vetrarlínu Tommy Hilfiger. Hilfiger segir endurunnin gallaefni spila stórt hlutverk hjá sér núna.
Breska fyrirsætan Naomi Campbell gekk pallinn á sýningu Tommy Hilfiger í þessum galla sem minnir óneitanlega á tískuna sem ríkti á tíunda áratug síðustu aldar.
Mynd / EPA
Mynd / EPA

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -