Hvalveiðar verða ekki í sumar, ef marka má yfirlýsingar Kristjáns Loftssonar, aðaleiganda Hvals, hf. í framhaldi þess að Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen leyfði hvalveiðar í ár eftir langt þóf og með ströngum skilyrðum. „Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján við Moggann. Veiðarnar hefðu samkvæmt venju hafist í byrjun júní en talsvert er liðið á mánuðinn þegar leyfið var gefið.
Sú ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar hefur fallið í grýtta jörð hjá bæði þeim sem vilja banna hvalveiðar og þeirra sem heimila veiðarnar.