Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Engilbert Jensson er 81 árs í dag: „Það eru alltaf að fæðast nýjar hugmyndir, maður er svo frjór“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn ástsælasti söngvari sem Ísland hefur alið á afmæli í dag. Er það enginn annar en Engilbert Jensen sem fagnar í dag 81 árs afmæli sínu.

Engilbert er þekktastur sem söngvari og trommari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Þá var hann einnig í hljómsveitum á borð við Tilveru, Júdas, Óðmenn og Áhöfnin á Halastjörnunni. Hvert mannsbarn á landinu þekkja lög sem hann hefur sungið, á borð við Bláu augun þín, Þú og ég, Heim í Búðardal og Leyndarmál svo fáein séu nefnd.

Afmælisbarnið hefur lengi verið mikill áhugamaður um laxveiði og má segja að hann sé sérfræðingur í fluguhnýtingum en hann hefur bæði gefið út bækur um þær sem og haldið námskeið fyrir byrjendur. Í viðtali við Mbl.is árið 2016 sagðist hann enn vera að hnýta flugur. „Það eru alltaf að fæðast nýjar hugmyndir, maður er svo frjór.“

Mannlíf óskar Engilberti innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -