Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Engin lyf fundust hjá Önnu Auroru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir við Mbl.is að engin lyf hafi fundist við húsleit í vistarverum Önnu Auroru Waage bakvarðarins, sem handtekin var á föstudag.

Anna Aurora var handtekin grunuð um hafa framvísað fölsku starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmaður og stolið lyfjum á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík, en þar hafði hún starfað í viku eftir að hafa boðið sig til starfa sem bakvörður.

Sjá einnig: „Falski“ bakvörðurinn á framboðslista í síðustu kosningum – „Harmleikur“ segir fyrrverandi samstarfsmaður

Í einkaviðtali við Mannlíf daginn eftir lýsti Anna Aurora yfir sakleysi sínu og sagðist ekkert hafa að fela. Hún hefur ráðið sér lögmann til að stefna Gylfa Ólafssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og lögreglustjóranum á Vestfjörðum. Stefna hefur ekki borist lögreglustjóranum að sögn Karls Inga.

Sjá einnig: Einkaviðtal við bakvörðinn: „Ég var meðhöndluð eins og stórglæpamaður“

Rannsókn mun líklega taka nokkrar vikur, en hald var lagt á pappíra og minnisbækur. Vitni voru yfirheyrð á laugardag, liðsmenn í bakvarðasveitinni og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði með Önnu Auroru.

- Auglýsing -

„Sumir þessir pappírar eru frá erlendum stofnunum þannig að við þurfum að fá staðfestingu hjá þeim og það mun taka einhverjar vikur. Svona skjalarann­sóknir taka tíma,“ segir Karl Ingi.

Málið er rannsakað sem stakt mál.

Sjá einnig: Bakvörðurinn á lögmannsstofu og starfar sem forfallakennari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -