Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Engin spurning lengur hverjir ráða för

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni er Ólafur Stephensen sigurvegari vikunnar en kjósendur VG hafa þurft að bíta í aðeins of mörg súr epli undanfarið.

Góð vika – Ólafur Stephensen

Landbúnaðarráðherra lagði í vikunni fram frumvarp sem afnemur bann við innflutningi á ferskvöru á borð við kjöt og egg. Var það fyrirsjáanlegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa viðhaldið banninu í áratugi þótt margoft hafi verið bent á það, meðal annars af dómstólum, að það væri brot á EES-samningnum. Frumvarpið er mikill sigur fyrir Ólaf Stephensen, formann Félags íslenskra atvinnurekenda, sem af öðrum ólöstuðum hefur verið ötulasti fylgismaður þess að afnema bannið. Ólafi er þó ráðlagt að halda kampavíninu á ís aðeins lengur því nú þegar eru íhaldsflokkarnir í ríkisstjórninni byrjaðir að ræða um hvernig megi viðhalda banninu með krókaleiðum.

Slæm vika – Kjósendur VG

Það var mörgum kjósendum VG þungbært þegar forysta flokksins kaus að ganga í sæng með Sjálfstæðisflokknum. Líkast til hafa þeir vonast til að VG næði að berja sínar áherslur í gegn í samstarfinu þótt lítið hafi borið á því fram til þessa. Það var þó endanlega ljóst í vikunni hvaða flokkur það er sem ræður för. Skattabreytingar sem ríkisstjórnin kynnti í vikunni fela í sér hlægilega lágar kjarabætur til tekjulægstu hópanna á meðan ekkert er hreyft við hátekjufólki. Sjávarútvegsráðherra nuddaði svo vænum skammti af grófu salti í sár VG-liða með því að heimila hvalveiðar næstu fjögur árin. Þau eru súr berin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -