Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Enginn pakki, ekkert tré … en fata full af KFC

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Japanir halda jólin ekki hátíðleg, enda aðeins um 1-2% þjóðarinnar kristin. Þó hefur á síðustu áratugum skapast skemmtileg hefð í landinu, sem utanaðkomandi kann að þykja furðuleg en það er að koma saman með vinum og ættingjum og borða KFC-kjúkling.

Að sögn Motoichi Nakatani, talsmanns KFC í Japan, á hefðin rætur sínar að rekja til hugmyndar sem Takeshi Okawara, framkvæmdastjóri fyrsta KFC-staðarins í landinu, fékk í draumi snemma á 8. áratug 20. aldarinnar. Hann vaknaði og krotaði niður það sem hann dreymdi; jólapartífötu. Innblástur draumsins var samtal sem útlendingar áttu á KFC-staðnum en þeir sögðust sakna þess að fá ekki kalkúna á jólum en að kjúklingur væri það næstbesta.

Fólki er ráðlagt að panta jólamáltíðina frá KFC í nóvember. Mynd / Unsplash

Árið 1974 var hugmyndinni hrundið í framkvæmd á landsvísu undir yfirskriftinni: Kurisumasu ni wa Kentakkii, eða Kentucky um jólin. Auglýsingaherferðin sló í gegn; Okawara var stjórnarformaður KFC í Japan frá 1984 til 2002 og í dag er áætlað að um fjórar milljónir japanskra fjölskyldna safnist saman yfir fötu af KFC (sem inniheldur m.a. köku til hátíðarbrigða) um jólin.

Samkvæmt upplýsingum frá KFC nemur salan af jólamáltíðum fyrirtækisins um þriðjungi af árstekjum fyrirtækisins í Japan og fólki er ráðlagt að panta máltíðina í nóvember ef það vill forðast að lenda í einni af hinum gríðarlöngu röðum sem myndast við staðina í desember.

Í nýjasta Mannlífi er að finna samantekt yfir skrýtna siði sem aðrar þjóðir iðka í kringum jól og áramót.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -