Enginn greindist með COVID-19 við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær. Þetta kemur fram í tölum gærdagsins á covid.is
762 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær. Þá voru tíu sýni tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og sjö hjá Íslenskri erfðagreiningu, ekkert smit greindist í þeim sýnum.
Átta eru nú í einangrun hér á landi vegna COVID-19 og 312 eru í sóttkví.
Alls hafa tíu smit greinst við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli síðan verkefnið hófst þann 15. júní.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur upplýsingafund klukkan 14:00 í dag, á fundinum verður fjallað um stöðu mála varðandi opnun landamæra.