Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Engir karlmenn leyfðir á þessari lúxuseyju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hægt verður að fara í frí á SuperShe-eyjunni við strendur Finnlands frá og með næsta sumri. Staðurinn er sérstakur áfangastaður fyrir þær sakir að engir karlmenn eru leyfðir á eyjunni.

Kristina Roth, fyrrverandi ráðgjafi, festi kaup á eyjunni og ákvað að opna stað eingöngu fyrir konur eftir nokkur vel heppnuð frí til Bandaríkjanna.

„Konurnar myndu setja á sig varalit þegar sætur strákur kæmi. Hugmyndin á bak við eyjuna er í raun: Hey, einblínum á okkur sjálfar – hættum að reyna að fíra upp í hormónunum,“ segir Kristina í samtali við New York Post um eyjaævintýrið.

Hún segist samt ekki hata karlmenn.

„Ég elska karlmenn!“ segir hún og bætir við að hún sé opin fyrir því að leyfa karlkyns gesti á SuperShe-eyjunni í framtíðinni.

Konur sem hafa áhuga á dvöl á eyjunni þurfa að sækja um meðlimakort á vefsíðu paradísarinnar, en vika á eyjunni, með nánast öllu inniföldu, kostar 3500 dollara, eða rétt rúmlega 350 þúsund krónur. Til að sækja um dvöl þurfa áhugasamir að fara í viðtal við stofnandann, Kristinu, en það er hægt að gera á Skype.

„Ég vil velja manneskjurnar og sjá að þær séu í góðu jafnvægi og passi inn í hópinn,“ segir Kristina.

- Auglýsing -

Þess má geta að það eru ekki aðeins karlmenn sem eru bannaðir á eyjunni heldur öll hugarbreytandi efni.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -