Þriðjudagur 29. október, 2024
5.5 C
Reykjavik

Englendingurinn sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur íslenska hundsins – 18. júlí – er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem á það á afrekaskrá sinni að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, eins og segir á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Þar segir einnig að á vefnum Íslenski fjárhundurinn – þjóðarhundur Íslendinga – sé þetta meðal annars að finna:

„Fjölskylda Watson var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London.

Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út.

Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -