Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Engum útibúum lokað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arion mun ekki loka útibúum í kjölfar skipulagsbreytinga.

 

Ekki stendur til að loka útibúum í kjölfar uppsagna um 100 starfsmanna Arion banka. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðurmaður samskiptasviðs Arion banka, en um 20% uppsagnanna ná til útibúanna.

„Við höfum á undanförnum árum gert talsverðar breytingar á útibúanetinu okkar en þessar breytingar nú eru ekki af þeim toga,“ segir Haraldur.

Hann segir að þjónustan við almenna viðskiptavini verði óbreytt en til stendur að auka þjónustuna við fyrirtæki.

Aðspurður segir Haraldur kynjahlutföll frekar jöfn meðal þeirra sem missa vinnuna en starfsmenn bankans eru 65% konur og 35% karlar. Meðalaldur starfsmanna er 41,8 ár en Haraldur segir meðalaldur þeirra sem sagt verður upp lítillega hærri.

Hann segist ekki getað tjáð sig um það hvort um hreinar uppsagnir er að ræða en staðfestir að í langfelstum tilvikum muni starfsmenn láta af störfum í dag.

- Auglýsing -

Sjá einnig: 100 manns sagt upp hjá Arion banka

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -