Á síðasta sólarhring lést einn Íslendingur til viðbótar vegna Covid19. Aðstandendum er vottuð samúð á vef Landspítala þar sem tilkynnt var um andlátið.
Sá sem nú féll frá er sá 24. í röðinni í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Flestir þeirra, eða fjórtán talsins, hafa látist í þeirri bylgju sem nú ríður yfir og tengjast flest andlátin nú hópsmitinu sem upp kom á Landakoti. Fórnarlömbin þar eru orðin að minnsta kosti tíu talsins.
Tíu létust í fyrstu fylgju faraldursins í vor. Metfjöldi lést í fyrradag hérlendis vegna Covid-19 en þá létust þrír Íslendingar á sama sólarhringnum. Um síðustu helgi létust tveir af völdum veirunnar skæðu.