Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Enn eitt fórnarlamb Landakotsveirunnar lést í gær – Ótti systranna varð að martröð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn eitt dauðsfall varð í gær vegna Landakotsveirunnar þegar rúmlega níræð kona lést eftir að hafa barist fyrir lífi sínu. Konan smitaðist þegar sjúklingur af Landakoti var fluttur á hjúkrunarheimið Sólvelli. Þar smitaðist stór hluti heimilisfólks. Dóttir konunnar, sem nú er látin, skrifaði færslu á Facebook þegar móðir hennar veiktist og var yfirvöldum Landsspítalans reið fyrir að hafa borið veiruna inn á hjúkrunarheimilið og stofnað lífi aldraðrar móður sinnar í hættu.

„Ég er að reyna að átta mig á hlutunum. Mamma býr á Sólvöllum á Eyrarbakka. Þangað var fluttur íbúi af Landakoti sem greinilega hefur ekki verið sett í skimun áður en hún var flutt þangað. Það kemur upp smit þar, á Sólvöllum. Amk eru 11 smitaðir á Sólvöllum og þar á meðal mamma, hún er með covid veiruna já, 93 ára,“ skrifaði dóttir konunnar fyrir . Nú er verið að flytja gamla fólkið af Sólvöllum til Reykjavíkur á Eir, í einangrun þar. Já sem sagt ég er að reyna að átta mig á hlutunum. Það eru vinsamleg fyrirmæli til allra að vera ekki að fara á milli staða. En það er verið að senda fólk á milli staða, á elliheimili án þess að vita hvort fólk er með smit. Ég er reið!,“ skrifaði dóttir konunnar fyrir hálfum mánuði. Nú er móðir hennar látin.

Þrettán íbúar af nítján íbúum öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka smituðust af COVID-19 eftr að íbúinn var fluttur þangað af Landakotsspítala. Konan sem lést í gær er tólfti sjúklingurinn sem fellur fyrir Landakotssmitinu. Samtals hafa 25 látist hér á landi vegna Covid og því er hátt í helmingur alla látinna sem tengist þessu alvarlega hópsmiti. Landakot er hluti af Landsspítalanum og undir stjórn hans. Sýkingingin hefur ekki verið tilkynnt til lögreglu en starfsmanni spítalans hefur verið falið að rannsaka það hvað fór úrskeiðs. Hann mun skila skýrslu á föstudag. Þegar er viðurkennt að Landakoti var ekki skipt niður í sóttvarnahólf. Forstjóri spítalans sagði það vera vegna manneklu. Þetta hefur nú þegar kostað tólf mannslíf.

„Það eru allir mjög reiðir yfir því að þetta hafi verið framkvæmt með þessum hætti. Að fólk hafi ekki verið tekið í skoðun áður en það var sent á annað hjúkrunarheimili með veikt gamalt fólk,“ sagði önnur dóttir konunnar sem lést í gærkvöld þegar veikindi móður hennar komu upp.

Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú 68 einstalingar á spítala með sjúkdóminn skæða og þar af eru þrír á gjörgæslu. 542 Íslendingar eru í einangrun með sjúkdóminn og 956 eru í sóttkví. Á síðasta sólarhring greindust 26 ný innanlandssmit.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -