Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Enn fela menn sig á bak við ósýnilegan guð sem réttlætingu fyrir settum reglum líkt og talíbanar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjórinn Hörður Kristjánsson ritar áhugaverðan pistil um vald samfélagsmiðla á vefsíðunni bbl.is og segir þar meðal annars:

„Hinn 25. september ganga Íslendingar að kjörborðinu og kjósa fulltrúa sína til setu á Alþingi. Þetta er hluti af því lýðræðiskerfi sem við höfum komið okkur upp. Miðað við framgang og vald sem samfélagsumræðan hefur verið að taka sér mætti ætla að slíkar kosningar séu tímaskekkja og hreinn óþarfi,“ og fer svo í pælingar um lýðræði:

„Lýðræði er vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Þar er gengið út frá að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu. Fyrr á öldum, allt fram að nútímanum, var fullveldi talið til óskoraðs guðdómlegs valds konunga á Vesturlöndum. Enn fela menn sig víða á bak við ósýnilegan guð sem réttlætingu fyrir settum reglum líkt og talíbanar hafa innleitt með sharialögum í Afganistan.“

Hörður bætir við:

„Franska byltingin á á árunum 1789–1795 markaði tímamót í mótun lýðræðis eins og við þekkjum það. Á Íslandi höfum við valið þá leið að velja okkar fulltrúa á fjögurra ára fresti til að fara með vald almennings og er það nefnt fulltrúalýðræði.“

Og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Ein birtingarmynd andstæðu við fulltrúalýðræðið er stjórnleysisstefna, eða „anarkismi.“ Miðað við þróun umræðu á samfélagsmiðlum undanfarin ár og misseri og hverjir hafa sig þar mest í frammi mætti ætla að sambland stjórnleysisstefnu og öfgafullrar rétttrúnaðarhyggju njóti sívaxandi fylgis á Íslandi. Svo mikið virðist vald slíkra hópa orðið að lög sem sett hafa verið af lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar eru að engu höfð. Það sem meira er, að farið er að reka og ráða fólk og stjórnir félaga á samfélagsmiðlum og kalla ævarandi fordæmingu yfir þá sem ekki bugta sig og beygja fyrir þessu nýja valdi. Þeir eru útskúfaðir úr mannlegu samfélagi og nánast réttdræpir líkt og þekktist í fordæmingarherferðum brennualdar þar sem fólk var brennt á báli oftast fyrir upplognar sakir og múgsefjun. Slíkt var tíðkað á Íslandi frá 1625 til 1690.“

Hörður ljær einnig máls á því að „í fordæmingarherferð á samfélagsmiðlum skortir yfirleitt ekkert á réttlætinguna frekar en við galdrabrennurnar forðum. Öllu er þessu svo pakkað inn í fallegar umbúðir og sagt gert í nafni göfugra málefna og mannréttinda af öllu tagi.

Það er dapurlegt að horfa og hlusta á fólk réttlæta þessar gjörðir og enn dapurlegra að hlusta á kjörna fulltrúa á Alþingi taka undir slíka umræðu. Þá spyr maður sig; hvert er okkar lýðræðiskerfi komið?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -