Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian tjáir sig um vaxtarlag sitt í atriði úr þættinum Keeping Up with the Kardashians.
Í atriðinu sést Kourtney spjalla við systur sína, Khloé, og vin þeirra Simon Gebrelul. Talið berst að holdafari Kourtney, en hún er frekar lágvaxin og mjög fíngerð.
„Þú veist að hún er bara 44 kíló?“ spyr Khloé og Kourtney svarar um hæl:
„Veistu hvað? Ég bætti á mig hálfu kílói. Ég er 44 og hálft kíló.“
Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi kærasta sínum, Scott Disick; þau Mason, átta ára, Penelope, fimm ára og Reign, þriggja ára. Í fyrrnefndu atriði segir hún einnig að Mason sonur hennar sé 28 kíló og því aðeins sextán og hálfu kílói léttari en móðir sín.
Atriðið má sjá hér fyrir neðan:
Texti / Lilja Katrín
[email protected]