Sóknarmaðurinn öflugi Aron Jóhannsson er genginn til liðs við Val, en formlega var gengið frá samningi við Aron í gær. Hinn 31 árs gamli Aron hefur leikið erlendis síðan árið 2010. Hann hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Svíþjóð og nú síðast í Póllandi.
Aron fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp á Íslandi og á íslenska foreldra; hann kaus að leika fyrir bandaríska landsliðið og á hann 19 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin; spilaði fyrir hönd þjóðarinnar á HM 2014 í Brasilíu.
Breiðablik hafði áhuga á að fá Aron í sínar raðir, en eftir smá umhugsun varð Valur fyrir valinu hjá Aroni.