Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Er Gylfi Þór hættur með landsliðinu? „Ég er líka með tvo virki­lega góða fram­herja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er ólíklegt að Gylfi Sigurðsson hafi leikið sinn síðasta landsleik. Það er þó ekki komið á hreint en ýmislegt sem bendir til þess.

„Ég vildi velja Gylfa en hann hringdi í KSÍ og bað um að vera tek­inn úr hópn­um. Við verðum að bera virðingu fyr­ir því,“ sagði Åge Harei­de, sem er landsliðsþjálf­ari Íslands í fót­bolta karla, í sam­tali við mbl.is.

Åge Hareide landsliðsþjálfari- Mynd: KSÍ

Gylfi Þór Sig­urðsson er því ekki í landsliðshópn­um er mæt­ir Svart­fjalla­landi sem og Wales í Þjóðadeild­inni á næstu misserum. Gylfi Þór var í síðasta verk­efni; fékk lítið að spila gegn Wales; ekk­ert gegn Tyrklandi:

Orri Steinn Óskarsson.

„Hann spilaði ekk­ert á móti Tyrklandi en í lok leiks var einn leikmaður að glíma við hné­meiðsli og ég vildi eiga skipt­ingu eft­ir. Ég gat ekki hent Gylfa inn á. Þú verður líka að taka ákv­arðanir mjög fljótt og að mínu mati var þetta ekki leik­ur sem hentaði Gylfa. Hann spilaði á móti Svart­fjalla­landi því það var öðru­vísi leik­ur. Þá vor­um við meira með bolt­ann og Gylfi fékk að njóta sín. Ef hann vill, þá er enn framtíð fyr­ir Gylfa í þessu landsliði. Hann hef­ur verið einn besti leikmaður Íslands­sög­unn­ar. Við sjá­um til hvað við ger­um. Ég er líka með tvo virki­lega góða fram­herja, í Andra og Orra, og ég vil spila þeim eins mikið sam­an og hægt er. Þá get­um við verið með stór­hættu­legt par fram á við,“ sagði Åge Harei­de.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -