Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Er lífið ekki þess virði að við gefum okkur tíma og rými til að fagna því sérstaklega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kraftur ásamt Yoga Shala og Yoga Moves heldur einstakan núvitundarviðburð í Hörpu á föstudaginn.

 

 

Á föstudaginn, þann 20. september, munu þau DJ Margeir og DJ YAMAHO þeyta skífum í svokölluðu núvitundarpartýi sem haldið verður í Hörpu. Núvitundarpartýið er haldið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, heldur kvöldið í samstarfi við Yoga Shala og Yoga Moves.

„Þar mun fólk koma saman og fá geggjaða útrás í dansi, jóga, hugleiðslu og tónheilun. DJ Margeir og YAMAHO þeyta skífum í partýinu en Tómas Oddur og Ingibjörg Stefáns jógakennarar munu leiða jóga, danspartý sem og hugleiðslu og tónheilun í lokin,” segir í tilkynningu um viðburðinn. Mælt er með að mæta í þægilegum fötum og með jógadýnu á viðburðinn.

„Þar sem Kraftur er 20 ára á þessu ári þá fannst okkur tilvalið að halda afmælispartý en með núvitund og núið í huga. Koma saman og njóta þess að vera í núinu, dansa, gera jóga og hugleiða. Er lífið ekki þess virði að við gefum okkur tíma og rými til að fagna því sérstaklega, eitt andartak,“ er haft eftir Huldu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Krafts.

- Auglýsing -

Viðburðurinn hefst klukkan 20.00 í Norðurljósasal í Hörpu og kostar miðinn 3.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á vef Hörpu. 

Þess má geta að allir sem fram koma í partýinu gefa vinnu sína og rennur allur ágóði af því í starf Krafts.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -