Þriðjudagur 29. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

„Er ríkisstjórnin með „floppi“ sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbergur Egill Eyjólfsson spyr nokkurra spurninga í kjölfar greinar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu, sem ber yfirskriftina „Með frelsið að leiðarljósi.“

Guðbergur er íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum.

Hann tekur til máls og segir að „nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar „Með frelsið að leiðarljósi.“ Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinga sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbigðisstarfsfólks sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Og heldur áfram:

„Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka, ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurrkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinist með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur.“

Guðbergur er ekki sáttur við árangur ríkisstjórnarinnar í sóttvörnum:

- Auglýsing -

„Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst Covid 19 í langan tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennan fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttinda fólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttinda fólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist.“

Síðast en ekki síst þá er „ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair, og að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar.“

„Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa; markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar.“

- Auglýsing -

Bætir við:

„Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi; þeirra ríku – þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyrirtækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni,“ og hafa „ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyrr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kostnað almennings. Við súpum nú seiðið af því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -