„Sigríður Hagalín fréttamaður og höfundur bókarinnar #Eldarnir situr fyrir svörum hjá Kristínu Jónsdóttur jarðeðlisfræðingi í #kastljós í kvöld. Rætt um ábyrgð hennar á skjálftunum. Annað kvöld mun Þórólfur spyrja hana út í bókina #Eyland og ábyrgð hennar á Covid. #skjálftinn“
Þetta skrifar Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, um kollega sinn Sigríði Hagalín en hann er einn margra sem óttast skyggnigáfu hennar. Sigríður hefur skrifað þrjár skáldsögur og virðist oft skuggalega stutt í að söguþráður þeirra rætist, líkt og Einar kemur inn á.
Eyland fjallar um einangrun Íslands, um tengslarof Íslands við umheiminn. Óhætt er að segja að sú spá rættist að einhverju leiti með COVID þó raunveruleikinn hafi ekki verið eins hrollvekjandi og bókin.
Ef nýjasta bók hennar Eldarnir verður að raunveruleika þá eru Íslendingar þó í vondum málum, líkt og Karl Pétur bendir á: „Morguninn er farinn að minna allt of mikið á fyrstu kaflana í nýju bókinni hennar Sigríðar Hagalín. Spoiler fyrir neðan: Höfuðborgarsvæðið leggst í eyði eftir eldgos eftir endilöngum Reykjanesskaga.“
Þeir Einar og Karl Pétur eru hvergi nærri þeir einu sem óttast um hvað Sigríður skrifi næst:
Ef ég væri ekki nýbúin að lesa Eldana eftir Siggu Hagalín þá hefði blóðþrýstingurinn í mér kannski ekki hækkað svona mikið í skjálftahrinunni í morgun. Þökk sé bókinni sé ég hugsanlegar hamfarir aðeins of vel fyrir mér.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 24, 2021
Ætlar enginn að taka viðtal við Sigríði Hagalín Björnsdóttur…veit hún meira en við hin?#skjálfti
— Júlíus Júlíusson (@JulliJul) February 24, 2021
Bókin Eldarnir eftir Sigríði Hagalín eru að raungerast…
— Gunnar Alexander (@Gunnarolol) February 24, 2021
Sigríður Hagalín og íslenska þjóðin pic.twitter.com/tQUBLczfRY
— Jón Kristinn Einarsson (@jonkreinarsson) February 24, 2021
Morguninn er farinn að minna allt of mikið á fyrstu kaflana í nýju bókinni hennar Sigríðar Hagalín. Spoiler fyrir neðan:
Höfuðborgarsvæðið leggst í eyði eftir eldgos eftir endilöngum Reykjanesskaga.
— Karl Pétur (@karlpetur) February 24, 2021
Nýbúin að lesa Eldarnir eftir Sigríði Hagalín og tala um jarðskjálftahræðslu mína hjá sálfræðingi. Er sem betur fer heima með 12 ára dótturinni sem huggar mömmu sína og heldur utan um hana þegar hún fríkar út við hvern skjálfta 😭😵 #jarðskjálfti
— Anna Helga (@annahelgu) February 24, 2021
Getur Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifað um hlutabréfamarkaðinn næst? Skal panta í forsölu. https://t.co/OgqFo6p6aX
— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) February 24, 2021
Er ríkisstjórnin ekkert farin að huga að því að setja lög á skáldsagnaritun Sigríðar Hagalín?
— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) February 24, 2021
Ljóst það verður að banna henni að skrifa fleiri bækur 😳
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) February 24, 2021
Ef þetta heldur áfram mun ég sjá persónulega til þess að Sigríður Hagalín Björnsdóttir fái aldrei aftur að skrifa skáldsögu.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) February 24, 2021