Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

„Er þetta ekki komið útí öfgar þegar maður á að fara borða skyr með pappaspjaldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugi er nóg boðið og spyr inn á Matartips vinsælum hóp á Facebook, hvort það sé ekki komið út í öfgar að þurfa að borða skyr með pappaspjaldi.

Breytingar hafa verið að eiga sér stað hvað varðar umbúðir á hinum ýmsu matvælum í tengslum við umhverfisvernd. Sumum þykir það gerast full hægt og taka hverskyns breytingum fagnandi en öðrum finnst það ekki eins spennandi.

Er þetta ekki komið útí öfgar þegar maður á að fara borða skyr með pappaspjaldi?

 

Ef til vill er þetta fremur þunnnur þrettándi ? Mynd: Facebook

Eins og vant er bregðast meðlimir  hópsins við innleggi Gunnlaugs. Ojj og svo er lokið og dollan plast segir Kristín. Sigríður segir: Það væri betra að halda plastskeiðinni og fara út í pappadósir… dósin er mikið stærri en skeiðin!.Neii hættu nú alveg!! segir Íris. Viðar heldur að um grín sé að ræða Er þetta ekki grín ?.

Nína hefur áhyggjur að trjánum sem fara í allan þennan pappa: Ég hef nú aðeins verið að spá í hvað þurfi að rækta mörg tré í alla þessa bréfpoka og pappírsáhöld. Það var geysimikil umræða um eyðingu skóga og skelfileg áhrif þess á loftslagið fyrir ekki svo mörgum árum. Gunnar svarar þá Nínu: „Eyðing skóga hefur ekkert með framleiðslu á bréfpokum og pappírsáhöldum. Nytjaskógar eru ræktaðir fyrir svoleiðis lagað og þar er plantað fyrir þau tré sem eru felld. Eyðing skóganna snýr að því að búa til pláss fyrir nautgriparækt og þess háttar“.

- Auglýsing -

 

Gunnlaugur sýnir nýju pappaskeiðina sem fylgir nú með skyrinu frá Ísey. Mynd: Facebook

 

Marcin er viss um að fyrirtækið sé einungis að spara sér fé:Framleiðandinn er bara að skera á framleiðslukostnaðinum frekar en umhverfismál. Ef þetta væri umhverfistengt þá væri frekar breytt umbúðum, það myndi spara meiri plast en að sleppa plast skeiðinni“.

- Auglýsing -

Þá mæta þeir sem taka breytingunum fagnandi til leiks: „Hafa skeið meðferðis“ ráðleggur Linda Gunnlaugi. Fannar skítur fast á Gunnlaug: bro, ég er massa fatlaður, lamaður fyrir neðan brjóst og að mestu leiti til í höndunum og á samt ekki í erfiðleikum með það. Logn minnir á það að allt skipti þetta máli: „Öll plast minnkun skiptir máli.

Helga spyr hvort það séu ekki allir að hugsa um að bjarga jörðinni:Erum við ekki öll saman í því að minnka plastið.. Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum til að reyna að bjarga jörðinni“. Þegar hér er komið við sögu er Gunnlaugi nó boðið og segir: Æji hefði svo sem átt að búast við því að friðum jörðina samtökin myndi fara koma commenta hérna.. höfum það á hreinu að mér alveg sama þótt það sé verið að færa yfir úr plastinu finnst það bara flott mál en þarna er plast dolla með plast loki og svo þetta? Það fannst mer fyndnast.. Ég þarf greinilega bara að fara ganga með skeið á mér“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -