Upphaflega ætlaði flugfélagið WOW 2 að fara í jómfrúarflugið í byrjun október en erfiðlega gengur að fá eignir úr þrotabúi WOW afhentar í góðu ástandi.
WOW 2 fer í fyrsta flugið um miðjan október. Þetta kemur fram í frétt ViðskiptaMoggans. Þar segir að ferlið gangi hægar en áætlað var. Upphaflega átti að fara í fyrsta flugið í byrjun október.
Það er athafnakonan Michele Roosevelt Edwards, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, sem stendur að endurreisn WOW.
Michele festi kaup á flugtengdum eignum úr þrotabúi flugfélagsins en erfiðlega mun hafa gengið að fá þær eignir afhentar í nothæfu ástandi. Sömuleiðis hefur lénið wow.is og wowair.com ekki fengist afhent samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans.
Sjá einnig: WOW air aftur í loftið