Ungur maður var fluttur á bráðamóttöku eftir að hafa dottið af skíðum í Bláfjöllum í gærkvöldi. Maðurinn hafði misst meðvitund í nokkrar mínútur en frekari upplýsingar komu ekki fram í dagók lögreglu.
Þá var lögregla tíður gestur í Grafarvog í gær en milli klukkan tólf á miðnætti til fjögur í nótt mætti lögregla ítrekað á heimili karlmanns. Ástæða þess var tónlistahávaði en vildi maðurinn ekki lækka í græjunum og að öllum líkindum haldið þannig vöku fyrir nágrönnum. Maðurinn sem var í annarlegu ástandi var að lokum tilkynnt að hann yrði kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Kona var gripin við þjófnað í verslun í Kópavogi. Hafði hún bæði sett föt ofan í veskið sitt og klætt sig í ný föt án þess að greiða fyrir þau.