Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Erfitt að finna jólavinkil á Samherjamálið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baggalútsmennirnir Bragi Valdimar Skúlason og Karl Sigurðsson eru komnir í jólagírinn og undirbúa árlega jólatónleika hljómsveitarinnar. Þeir viðurkenna að það að verða feður hafi dregið úr glæfralegri orðanotkun í textum en harðneita því að vera orðnir minna beinskeyttir og krítískir. Baggalútur hefur undanfarin ár einmitt sent frá sér nýtt jólalag fyrir hver jól, verður það sama upp á teningnum í ár?

 

Bragi: „Já, við ætlum að hnoða saman einu lagi um kökubaksturinn og það kemur út í næstu viku.“

Ykkur hefur ekki dottið í hug að skella í jólalag um Samherjamálið?
Bragi: „Nei, það er ansi erfitt að finna jólavinkilinn á því. Jólamakríllinn? Ég veit það ekki. Kannski Helgi Seljan verði leynigestur hjá okkur á tónleikunum í ár, mæti á sviðið og taki okkur í yfirheyrslu. Maður veit aldrei.“

Eruð þið að verða minna beittir og krítískir með aldrinum?
Bragi: „Já, við erum náttúrlega orðnir óttalega værukærir og mjúkir með árunum. En það detta nú samt alltaf einhver skot inn öðru hverju.“

Karl: „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Ég held að við séum nú enn þá að benda á eitt og annað sem aflaga fer. Meira svona almennt heldur en einstök tilvik eins og við gerðum í fyrra með laginu Sorrí með mig. Það er almennt skot á ákveðna hegðun og hugsunarhátt en það vildi svo til að stuttu eftir að lagið kom út kom upp sérstætt atvik sem mátti dálítið heimfæra upp á þetta lag, þótt það væri ekki samið beinlínis til höfuðs því.“

Þannig að þið eruð ekkert orðnir mjúkir og varfærnir?
Karl: „Nei, en ádeilan er kannski komin meira undir yfirborðið. Orðfærið er orðið vandaðra. Árið 2006 notuðum við kannski einhver orð sem við myndum ekki endilega nota í dag. En það kraumar enn þá alveg sami broddur undir yfirborðinu.“
Baggalútur hefur verið óragur við að gera grín að ýmsum hitamálum í samfélaginu í gegnum tíðina. Má gera grín að öllu?

- Auglýsing -

Bragi: „Tja, já, á réttan hátt. Það má hins vegar ekki gera grín að öllu við alla. Við erum sennilega bara orðnir miklu hræddari í seinni tíð. Við létum nú ýmislegt flakka með þeim formerkjum að það væri fulli kallinn að tala. Þá var skotið í ýmsar áttir. Ef maður les gamlar fréttir á baggalutur.is krossbregður manni stundum. Við vorum að væna menn um mannát og ýmislegt miður fallegt. En það hefur eitthvað aðeins minnkað. Þótt við séum náttúrlega ekkert á móti mannáti, þannig.“

Bragi Valdimar er einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, er það ekki í andstöðu við það sem hann hefur verið að yrkja um í textum Baggalúts í gegnum tíðina að vinna við það að hvetja til neysluhyggju?
„Jú, jú, ég er náttúrlega afskaplega tvöfaldur í roðinu,“ segir hann og skellir upp úr. „En þetta hentar mér ágætlega og er svona hæfilega kreatíft á köflum.“

Karl vinnur sem tölvunarfræðingur hjá Arion banka, er það ekki hræðilega ósexí og lítið rokkaralegt starf?
„Það fer eftir því hvernig þú lítur á það,“ segir hann. „Ég er tölvunarfræðingur og hef alla mína hunds- og kattartíð verið að vinna sem slíkur. Þannig að þessi misserin vinn ég sem verktaki í hugbúnaðarbransanum og vinnuveitandi minn þessa stundina er Arion banki. Ég held að það skaði ímyndina nú afskaplega lítið.“

- Auglýsing -

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -