Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Erfitt að standast skil með engar tekjur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks er óheimil á meðan samkomubannið er í gildi. Þar undir falla hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi.

Harpa Ómarsdóttir hárgreiðslumeistari rekur tvær hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði í samtali við morgunþátt Rásar 1 og Rásar 2 í morgun að það væri erfitt að standast skil á ýmsum kostnaði þegar engar tekjur eru að koma inn í fyrirtækið. Til dæmis þarf hún áfram að greiða starfsfólki laun og borga húsaleigu og önnur föst gjöld.

Harpa leigir út stóla til hárgreiðslufólks á stofunum sínum. Hún segir erfitt að rukka fólk um stólaleigu áfram þegar hún veit að það fólk er ekki með neinar tekjur.

Hún sagði stöðuna sem upp er komin vegna samkomubanns vera „skrýtna“. Harpa greindi frá því að hún og aðrir í hennar starfsstétt vilja að ríkisstjórnin stígi inn og komi fyrirtækjum á borð við hárgreiðslu- og snyrtistofur til aðstoðar. Hún benti á að úrræðið þar sem starfsfólk er sett á hlutabætur duga skammt fyrir fyrirtæki sem eru ekki með neina innkomu á meðan á samkomubanninu stendur. Harpa segir slík fyrirtæki þurfa annars konar aðstoð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -