Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Erlendar kanónur mæta á friðarráðstefnu Höfða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árleg friðarráðstefna HÖFÐA Friðarseturs fer fram föstudaginn 8. október næstkomandi í Veröld – Húsi Vigdísar í samstarfi við utanríkisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða og Jafnréttisskólann (GRÓ GEST). Í ár er áherslan á mikilvægi trausts fyrir sjálfbæran frið og friðarmenningu.

HÖFÐI Friðarsetur er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og er vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf með áherslu á hlutverk borga, smáríkja og almennra borgara í að stuðla að friði, friðarmenningu og friðarfræðslu.

Í ljósi sögunnar þótti við hæfi að setrið fengi nafnið HÖFÐI og hefði því skírskotun til þess tíma er Ísland gegndi veigamiklu hlutverki í hugum margra sem hlutlaust ríki í deilum tveggja stórvelda.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að árið 2021 skuli vera alþjóðlegt ár trausts og friðar,

en krefjandi tímar hafa verið vegna heimsfaraldurs og mikið reynt á traust til alþjóðasamstarfs.

Friðarráðstefnan í ár samanstendur af fjórum málstofum sem snúa með ólíkum hætti að mikilvægi trausts fyrir sjálfbæran frið og friðarmenningu.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða: Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og var yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009-2017,

- Auglýsing -
Fawzia Koofi, fyrrverandi afganskur stjórnmálamaður og aktvívisti

Fawzia Koofi, fyrrum þingkona á afganska þinginu og baráttukona fyrir réttindum kvenna, Pakistanska baráttukonan Gulalai Ismail, stofnandi samtakanna Aware Girls, Hindou Oumarou Ibrahim, landfræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála og frumbyggja,Mexíkóski rithöfundurinn Juan Pablo Villalobos, höfundur bókarinnar Veislan í greninu og Sanam Naraghi-Anderlini, forstöðukona Centre for Women, Peace and Security við LSE og stofnandi og stjórnarformaður International Civil Society Action Network (ICAN).

Árangur alþjóðlegra stofnana byggir á að ríki og almenningur treysti þeim

og líti á ógnir samtímans sem alþjóðlegar ógnir sem leysa þurfi í sameiningu. Hefur traust til alþjóðasamstarfs dvínað? Ef svo er, hvernig getum við þá tekist á við stærstu áskoranir og ógnir samtímans? Hvernig þróum við alþjóðlega borgaravitund með almenningi og virkjum almenna borgara til aðgerða?

Efla rannsóknir á friðar- og öryggismálum
Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Stór þáttur í starfsemi setursins felst einnig í því að efla rannsóknir á friðar- og öryggismálum, og byggja þannig upp fræðigrunn sem nýtist langt út fyrir fræðasamfélagið, en eitt af markmiðum setursins er að koma á fót námsbraut í átaka- og friðarfræðum við Háskóla Íslands.

- Auglýsing -

HÖFÐI Friðarsetur starfar innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands en stofnunin er þverfræðileg stofnun á sviði alþjóðamála sem tilheyrir Félagsvísindasviði og Hugvísindasviði við Háskóla Íslands. Önnur setur sem heyra undir stofnunina eru Rannsóknasetur um norðurslóðir og Rannsóknasetur um smáríki.

Stofnunin stendur fyrir fjölda málþinga og fyrirlestra innanlands sem utan, gefur út fræðirit og kennslubækur, tekur þátt í rannsóknastörfum á sviði alþjóðamála og rekur sumarskóla undir hatti Rannsóknaseturs um smáríki ár hvert.

Sanam Naraghi-Anderlini

Sanam Naraghi-Anderlini, er ein þeirra sem flytur erindi á friðarráðstefnunni í ár.

Sanam er forstöðukona Centre for Women, Peace and Security við London School of Economics and Political Science (LSE), stjórnarformaður International Civil Society Action Network (ICAN) og rithöfundur.

Sanam hefur 24 ára reynslu sem friðarráðgjafi og málsvari kvenna í aðstæðum þar sem brotist hafa út átök og öfgahyggja, fyrir hönd frjálsra félagasamtaka, ríkisstjórna  og Sameinuðu þjóðanna. Hún situr bæði í stýrinefnd um aðgerðaráætlun Bretlands hvað varðar konur, frið og öryggi og pallborði sérfræðinga breska samveldisins um aðgerðir gegn ofbeldisfullri öfgahyggju.

Sanam hefur verið gríðarlega öflugur talsmaður þess að leggja áherslu á málefni kvenna í friðarumleitunum og lagt áherslu á þetta mikilvæga málefni með skrifum fræðigreina og pistla, með þátttöku í fjölmiðlaumfjöllun og í störfum sínum innan alþjóðastofnanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -