Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Erlendar tölvuleikjastjörnur hrauna yfir Ísland: „Gott ef við gætum fengið nettengingu sem fyrst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rafíþróttir hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu ár og fer nú fram Worlds 2021 heimsmeistaramótið í League of Legends hér á landi sem er einn stærsti rafíþróttaviðburður í heimi. Mótið fer fram í Laugardalshöllinni í næstu viku og eru liðin komin til landsins og dvelja á hóteli í Reykjavík meðan á mótinu stendur.

Heildarverðlaunafé mótsins nemur rúmlega 283 milljónum íslenskra króna.

Keppendur kvarta yfir rafmagns- og net­vandamálum
Undirbúningur liðanna hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

Á twitter hafa leikmenn tveggja liða sem mæta til keppni á heimsmeistaramótinu greint frá því á að nettenging sé af skornum skammti á hótelinu sem liðin dvelja á.

Óheppilegt er að leikmenn keppnisliðanna eru einnig að upplifa rafmagnsleysi hafi komið upp, en Javier „Elyoya“ Prades, leikmaður MAD Lions, greinir frá því að rafmagn hafi slegið út fjórum sinnum á tveimur dögum.

Leikmaður liðsins Rogue Andrei „Odoam­ne“ Pascu, , biður aðtoðarteymi Riot Games um aðstoð í twitterfærslu sinni, og segir að það væri gott ef við gætum fengið nettenginu sem fyrst.

- Auglýsing -

Net og rafmang grundvöllur fyrir rafíþróttir
Grundvallarþættir rafíþrótta er gott net og rafmagn svo hægt sé að spila tölvuleiki.

Bestu leikmenn heims kvarta þannig undan því að hafa verið settir í þá stöðu að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót án þeirra tóla sem til þarf.

Aðdáendur leikmannanna hafa skotið fast á Riot Games fyrir að úthluta leikmönnum óviðeigandi vinnuaðstöðu fyrir svo mikilvægt mót.

- Auglýsing -

Rafíþróttamiðillinn Dot Esports bendir á að þetta sé því miður ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp á stórmóti í rafíþróttum á Íslandi, en fyrr á árinu greindu leikmenn á mótinu Valorant Masters frá net- og tölvuvandamáli á meðan dvöl þeirra stóð á Íslandi í aðdraganda mótsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -