Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Erlendar verslunarhefðir komnar til að vera

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið ber á erlendum straumum í íslenskri verslun og segir Kjartan Örn Sigurðsson frá Verslanagreiningu að þessar hefðir séu komnar til að vera. Hann var í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum 21 á Hringbraut um íslenska verslun.

Að undanförnu hefur farið mikið fyrir erlendum útsöluhátíðum eins og „Black Friday“, „Cyber Monday“ og „Singles Day“. Nöfnum þessara daga hefur verið snarað yfir á íslensku í einhverjum tilfellum, eins og Stóri netmánudagurinn og Svartur föstudagur eða Svartur fössari sem er á allra vitorði og íslensk verslun auglýsti af miklum krafti nú í lok mánaðar. Þessar verslunarhefðir koma hins vegar úr mjög ólíkum áttum. Ljóst er að hefðbundin verslun verður aldrei sú sama. „Singles Day“ hefur verið útlagt sem Dagur einhleypra en reyndar eiga tilboðin við alla einstaklinga.

Jólaverslunin hefst með tilboðshátíðum

„Singles day er frá Kína og þróaðist út úr netmenningunni þar,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson frá Verslanagreiningu og því þurfum við að aðlaga erlendar verslunarhefðir að okkar menningu. Hér á landi hafi ekki verið til neinar samskonar hefðir. „Svarti föstudagurinn heitir þessu nafni þar sem verslun í Bandaríkjunum fer þá úr tapi í hagnað, úr rauða blekinu í það svarta í bókhaldinu. Svarti föstudagurinn er dagurinn sem jólaverslunin byrjar. Í fyrra voru stóru fyrirtækin á Íslandi komin inn í Svarta föstudaginn og þá hófst þessi stóra sprenging sem við sjáum núna í lok mánaðar,“ segir Kjartan.

„Stóri netmánudagurinn er síðan búinn til fyrir netverslanir til að taka þátt í þessum tilboðshátíðum í upphafi jólaverslunarinnar. Að sögn Kjartans ganga íslenskir kaupmenn alls ekki jafnlangt og bandarískir. „Í Bandaríkjunum er gjarnan 50 prósent afsláttur af hreinlega öllu í verslunum. Kaupmenn nota daginn til að kynna nýjar vörur og koma jólaversluninni í gang.“

Hvað verður í jólapakkanum í ár?

- Auglýsing -

„Í fyrra stóðu þrjár vörur upp úr í jólapökkunum. Í fyrsta lagi Sous Vide-græjan, í öðru lagi Karcher-skúringarvélin sem heldur vinsældum sínum enn og við höfum líka upplýsingar um að 5.500 ToSing-míkrófónar hafi selst fyrir jólin í fyrra,“ segir Kjartan.

„Þetta hefur verið ansi skemmtilegt ár fyrir íslenska kaupmenn. Fatabransinn hefur farið upp úr öllu valdi. Við vorum að útskrifa tvo stúdentsárganga, sjö þúsund manns sem útskrifuðust, og svo eru keypt föt á fleiri í fjölskyldunni en bara þann sem útskrifast.“ Þetta hafi margur kaupmaðurinn ekki séð fyrir.

Neytendur eru þó aðhaldssamari núna en hið alræmda neysluár 2007 og fólk skuldsetur sig almennt ekki fyrir einkaneyslu, að sögn Kjartans.

- Auglýsing -

„Við höfum verið að skoða hvaða trend eru í gangi. Okkur sýnist að vörurnar sem muni standa upp úr fyrir þessi jól séu alls konar snjalltæki fyrir heimilið. Amazon- eða Google-vörur sem eru persónulegir aðstoðarmenn fólks inni á heimilum og fólk getur til dæmis talað við. „Þessi tæki eru á viðráðanlegu verði og verða eflaust í mörgum jólapökkum.“

Gjörbreytt staða í merkjavöruflokknum

Kjartan grunar líka að vörur með merkjum sem við höfum ekki séð áður verði í mörgum jólapökkum. Tölvuleikir eru orðnir gífurlega vinsælir og stór vörumerki í alls konar varningi „Það eru meiri tekjur í tölvuleikjabransanum en kvikmyndabransanum og það er ekki ólíklegt að það verði keppt í tölvuleikjum á næstu ólympíuleikum. Liðin sem unga kynslóðin heldur með eru ekki lengur fótboltalið, heldur lið í tölvuleikjaheiminum. Ég held að við eigum eftir að sjá marga í Fortnite-peysum eftir þessi jól,“ og vísar Kjartan þar til þekkts tölvuleikjar með sama nafni.

Mest að gera á laugardögum

Jólaverslun á sína hápunkta á ákveðnum dögum og á ákveðnum tímum.

„Þetta er þriðja árið í röð með fjórum laugardögum í desember og toppar verslunin á milli klukkan milli tvö og fjögur á laugardögum. Því má búast við að núna verði desember óvenjustór verslunarmánuður hjá kaupmönnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -