Erlendir nemendur sagðir hætta við að koma í nám í HÍ í haust vegna COVID-19 faraldursins.
Starfsfólk á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands hefur orðið vart við að erlendir nemendur séu að hætta við nám við skólann vegna heimsfaraldursins. „Margir skólar hafa þegar tekið þá ákvörðun að taka fyrir skiptinám, að minnsta kosti á haustmisseri, og heimila hvorki sínum nemendum að fara né að taka á móti nemendum,“ segir Friðrika Þóra Harðardóttur, forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta í Morgunblaðinu í dag.
Hún segir aðra nemendur sæta ferðatakmörkunum, erfitt sé fyrir þá að útvega fylgigögn og fá vegabréfsáritanir. Algengara sé að þeir treysti sér ekki til að ferðast á þessum óvissutímum.
Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að erlendir nemendur við háskólann, þ.e. skiptinemar og erlendir nemar á eigin vegum, hafi verið 1.550 á síðasta ári. Ekki sé vitað hversu margir þeir verða næsta haust.