Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um rúmlega 33 þúsund frá lokum árinu 2011, en flestir þeirra setjast að á höfuðborgarsvæðinu; af þeim velja flestir Reykjavík sem heimili sitt, en þetta kemur fram á Kjarnanum.
Það er athyglisvert að Covid 19 dró ekki úr fjölgun erlendra íbúa, en hins vegar er atvinnuleysi mun meiri á meðal þeirra en annarra Íslendinga.
Alls bjuggu 54.140 erlendir ríkisborgarar á Íslandi í lok september; eru nú 14,4 prósent allra sem búa á Íslandi.
Áhugavert er að sjá að alls búa 44 prósent erlendra ríkisborgara í Reykjavík, en allir íbúar hennar eru 36 prósent landsmanna.
Erlendir ríkisborgarar eru nú 17 prósent allra íbúa höfuðborgarinnar.
En staðan er önnur í nokkrum nágrannasveitafélögum Reykjavíkur; í Hafnarfirði eru erlendu íbúarnir 11,9 prósent af heildarfjölda íbúa og í Kópavogi 10,8 prósent.
Ef litið er til Seltjarnarness þá búa þar 450 erlendir ríkisborgarar og eru þeir 9,5 prósent allra íbúa og í Mosfellsbæ eru þeir 1.110 og 8,6 prósent íbúa.
Annað er uppi á teningnum í Garðabæ; þar eru erlendu ríkisborgararnir 930 talsins, eða fimm prósent þeirra 18.280 íbúa sem bjuggu í sveitarfélaginu í september.
Frá því í fyrra hefur erlendum ríkisborgurum sem búa í Reykjavík fjölgað um 1.940 talsins; á sama tíma hefur þeim erlendu ríkisborgurum sem búa á Seltjarnarnesi og í Garðabæ fjölgað um 120.
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 hefur erlendum ríkisborgurum sem búa í Reykjavík fjölgað um næstum sama fjölda og býr samanlagt í áðurnefndum tveimur nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar.
Alls hefur erlendu ríkisborgurum sem búa á öllu höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 2.310 frá byrjun síðasta árs. Næstum öll sú fjölgun hefur orðið í Reykjavík, þar sem 84 prósent þeirra hafa sest að.
Athyglisvert er að mesta hlutfallslega aukningin á landinu síðustu tíu árin hefur verið á Suðurnesjum; í Reykjanesbæ voru erlendir íbúar 8,6 prósent af heildinni í lok árs 2011. Í september voru þeir fjórðungur íbúa í sveitarfélaginu. Sama þróun hefur átt sér stað í Suðurnesjabæ, sem samanstendur af Sandgerði og Garði. Þar er hlutfall erlendra ríkisborgara nú 20 prósent af heildinni.
Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.
Sex af hverjum tíu nýjum Íslendingum eru útlendingar Erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi voru 20.930 í lok árs 2011.
Síðan þá hefur þeim fjölgað um 33.210, eða 159 prósent, í áðurnefnda 54.140. Það er rúmlega íbúafjöldi Hafnarfjarðar, en 29.710 bjuggu í því þriðja stærsta sveitarfélagi landsins í lok september síðastliðins.
Mikill fjöldi þeirra starfar í annað hvort ferðaþjónustutengdum greinum eða við mannvirkjagerð.
Landsmönnum fjölgaði um 55.270 sama tímabili og eru nú 374.830. Það þýðir að 60 prósent fjölgunar landsmanna á síðastliðnum áratug hefur verið vegna aðflutnings fólks hingað til lands sem er af erlendu bergi brotið.
Mest var fjölgunin á árunum 2017 og 2018, þegar ferðaþjónustugeirinn var í mestum vexti, en á þeim tveimur árum fjölgaði erlendum ríkisborgurum sem búa hér um 13.930 alls.
Á sama tíma fjölgaði landsmönnum öllum um 18.600.
Því voru innflytjendur ábyrgir fyrir 75 prósent af mannfjöldaaukningu á þessum tveimur árum og það sem af er árinu 2021 er aukningin í takt við meðal síðustu tíu ára; en erlendir ríkisborgarar eru um 60 prósent af þeirri aukningu sem orðið hefur á íbúafjölda á fyrstu níu mánuðum ársins.