Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi rúmlega 54 þúsund talsins: Alls 14% íbúa landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um rúmlega 33 þúsund frá lokum árinu 2011, en flestir þeirra setjast að á höfuðborgarsvæðinu; af þeim velja flestir Reykjavík sem heimili sitt, en þetta kemur fram á Kjarnanum.

Það er athyglisvert að Covid 19 dró ekki úr fjölgun erlendra íbúa, en hins vegar er atvinnuleysi mun meiri á meðal þeirra en annarra Íslendinga.

Alls bjuggu 54.140 erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi í lok sept­em­ber; eru nú 14,4 pró­sent allra sem búa á Íslandi.

Áhugavert er að sjá að alls búa 44 pró­sent erlendra ríkisborgara í Reykja­vík­, en allir íbúar hennar eru 36 pró­sent lands­manna.

Erlendir rík­is­borg­arar eru nú 17 pró­sent allra íbúa höf­uð­borg­ar­inn­ar.

En staðan er önnur í nokkrum nágranna­sveita­fé­lögum Reykja­vík­ur­; í Hafn­ar­firði eru erlendu íbú­arnir 11,9 pró­sent af heildarfjölda íbúa og í Kópa­vogi 10,8 pró­sent.

- Auglýsing -

Ef litið er til Sel­tjarn­ar­ness þá búa þar 450 erlendir rík­is­borg­arar og eru þeir 9,5 pró­sent allra íbúa og í Mos­fellsbæ eru þeir 1.110 og 8,6 pró­sent íbúa.

Annað er uppi á teningnum í Garðabæ; þar eru erlendu rík­is­borg­ar­arnir 930 tals­ins, eða fimm pró­sent þeirra 18.280 íbúa sem bjuggu í sveit­ar­fé­lag­inu í sept­em­ber.

Frá því í fyrra hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa í Reykja­vík fjölgað um 1.940 tals­ins; á sama tíma hefur þeim erlendu rík­is­borg­urum sem búa á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ fjölgað um 120.

- Auglýsing -

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021 hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa í Reykja­vík fjölgað um næstum sama fjölda og býr sam­an­lagt í áður­nefndum tveimur nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar.

Alls hefur erlendu rík­is­borg­urum sem búa á öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölgað um 2.310 frá byrjun síð­asta árs. Næstum öll sú fjölgun hefur orðið í Reykja­vík, þar sem 84 pró­sent þeirra hafa sest að.

Athyglisvert er að mesta hlut­falls­lega aukn­ingin á land­inu síð­ustu tíu árin hefur verið á Suð­ur­nesj­um; í Reykja­nesbæ voru erlendir íbúar 8,6 pró­sent af heild­inni í lok árs 2011. Í sept­em­ber voru þeir fjórð­ungur íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu. Sama þróun hefur átt sér stað í Suð­ur­nesja­bæ, sem sam­anstendur af Sand­gerði og Garði. Þar er hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara nú 20 pró­sent af heild­inn­i.

Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands.

Sex af hverjum tíu nýjum Íslend­ingum eru útlend­ingar Erlendir rík­is­borg­arar sem búa á Íslandi voru 20.930 í lok árs 2011.

Síðan þá hefur þeim fjölgað um 33.210, eða 159 pró­sent, í áður­nefnda 54.140. Það er rúm­lega íbúa­fjöldi Hafn­ar­fjarð­ar, en 29.710 bjuggu í því þriðja stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins.

Mik­ill fjöldi þeirra starfar í annað hvort ferða­þjón­ustu­tengdum greinum eða við mann­virkja­gerð.

Lands­­­mönnum fjölg­aði um 55.270 sama tíma­bili og eru nú 374.830. Það þýðir að 60 pró­sent fjölg­unar lands­manna á síð­ast­liðnum ára­tug hefur verið vegna aðflutn­ings fólks hingað til lands sem er af erlendu bergi brot­ið.

Mest var fjölg­unin á árunum 2017 og 2018, þegar ferða­þjón­ustu­geir­inn var í mestum vexti, en á þeim tveimur árum fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum sem búa hér um 13.930 alls.

Á sama tíma fjölg­aði lands­mönnum öllum um 18.600.

Því voru inn­flytj­endur ábyrgir fyrir 75 pró­sent af mann­fjölda­aukn­ingu á þessum tveimur árum og það sem af er árinu 2021 er aukn­ingin í takt við meðal síð­ustu tíu ára; en erlendir rík­is­borg­arar eru um 60 pró­sent af þeirri aukn­ingu sem orðið hefur á íbúa­fjölda á fyrstu níu mán­uðum árs­ins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -