Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Erlendur undir áhrifum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann laust fyrir klukkan tvö í nótt. Ökumaðurinn sem er erlendur ferðamaður er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Auk þess voru fleiri farþegar í bílnum en heimilt er.

 

Ökumaðurinn er einn af mörgum sem lögreglan stöðvaði á næturvaktinni ýmist fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Ökumaður sem stöðvaður var í hverfi 104 laust fyrir níu í gærkvöldi ók einnig sviptur ökuréttindum og er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Klukkan 23.40 var 17 ára stúlka stöðvuð í hverfi 110. Hún  er grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda það er hefur aldrei öðlast ökuréttindi.  Málið afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar.

Tilkynnt var um tvo innbrot í gær, annars vegar á heimili í Kópavogi og hins vegar í bílskúr í Árbæ. Ekki er vitað hverju var stolið í Kópavogi. Í Árbæ var meðal annars rænt veski með kortum og peningum og talið er að búið sé að nota kortið og peningana.

Maður var handtekinn á heimili í Kópavogi um hálftíu, grunaður um vörslu og ræktun fíkniefna. Efni, plöntur og búnaður haldlagður. Maðurinn var laus að lokinni skýrslutöku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -