Áströlsk unglingsstelpa fannst látin á heimili sínu með svitalyktareyði í hendi, talið er að hún hafi andað að sér aerosol, efni sem finnst meðal annars í svitalyktareyði.
Stúlkan var aðeins 16 ára gömul, hún var góður nemandi og stundaði íþróttir af kappi. Talið er að hún hafi fengið hjartaáfall.
Aukning hefur verið í Ástralíu á dæmum þar sem fólk andar að sér hinum ýmsu eiturefnum til að komast í vímu. Á árunum 2010 til 2017 bárust 50 tilkynningar árlega til eiturefnamiðstöðvar Ástralíu. Árið 2019 hækkaði talan upp í 75 og árið 2020 voru tilkynningarnar orðnar 107.
Talið er að börn niður í sjö ára verði háð því að anda að sér eitruðum gufum.
Móðir stúlkunnar varar aðra við þessu hættulegu tískubylgju á meðal ungmenna, hún segir hvern dag vera martröð eftir að dóttir hennar fannst látin. Hún segir dóttur sína hafa glímt við kvíða, sérstaklega á Covid tímum.