Hin 17 ára gamla klappstýra Aubrey Vanlandingham hefur verið ákærð fyrir dýraníð en hún er sökuð um að hafa eitrað fyrir geit.
Vanlandingham er sögð hafa verið öfundsjúk út í eiganda annarra geitar en þær áttu báðar geit í sameiginlegri hlöðu Vista Ridge skólans í Austin í Texas. Talið er geitin Willy hafi verið að taka of mikla athygli frá Lacey, en hún er margverðlaunuð sýningargeit Vanlandingham.
Vanlandingham hafi því ákveðið að eitra fyrir Willy með skordýraeitri en lögreglan í Austin er sögð hafa fengið í hendurnar myndskeið af klappstýrunni að sprauta eitrinu upp í Willy. Vanlandingham á að hafa neitað upphaflega að eiga sök í málinu en síðar sagt „Mér líkar illa við svindlara,“ en ekki liggur nákvæmlega fyrir í hvað hún er að vísa með þeim orðum.
Verði hún fundin sek gæti hún verið dæmd í tveggja ára fangelsi og þurft að borga 1.400.000 milljónir króna í sekt en eitrað var fyrir Willy í október og dó geitin í fangi 15 ára eiganda síns. Vanlandingham hefur ekki játað sök í málinu og ekki tjáð sig opinberlega um það.
„Við trúum ekki að það sé einhver iðrun hjá henni, við vonumst til þess að hún verði dæmd í fangelsi og fái einhvers konar andlega hjálp,“ sagði móðir 15 ára stelpunnar sem átti Willy við Daily Mail.