Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

27 karlmenn handteknir í barnaníðsaðgerð lögreglu – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafnaboltaleikmaðurinn fyrrverandi Austin Maddox var í seinasta mánuði handtekinn í barnaníðsgildru sem var lögð í Flórída og hefur hann verið ákærður fyrir fjölda brota.

Lögreglan í Jacksonville greindi frá því mánudaginn að gildran sem nefndist „Operation Valiant Knights“ hafi staðið yfir í fimm daga og endað með því að 27 karlmenn hafi verið handteknir eftir að hafa mælt sér mót við börn undir lögaldri með þeim tilgangi að stunda með þeim kynlíf.

Maddox sem spilaði með hafnaboltaliðinu Boston Red Sox þarf að borga tæplega 42 milljónir í tryggingu til að losna úr gæsluvarðhaldi. Í myndbandi sem lögreglan birti sést Maddox stíga úr bíl sínum og labba inn í hús þar sem hann hélt að 14 ára stelpa biði eftir sér. Um leið og hann opnaði hurðina var hann tæklaður af lögreglumönnum og settur í handjárn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -